fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Klopp hrósar Haaland í hástert – „Ég er ekki með símann hjá honum“

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 13:38

Erling Haaland í leik með Dortmund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur hrósað Erling Haaland, framherja Borussia Dortmund, í hástert en neitaði að segja til um hvort hann ætlaði að reyna að krækja í framherjann. Haaland er einn eftirsóttasti framherji heims, en Man City, Man Utd, Chelsea, Real Madrid, Barcelona og Bayern Munchen eru öll sögð hafa áhuga á honum.

Norðmaðurinn hefur skorað 85 mörk á tveimur tímabilum með Dortmund og Klopp sagði að ungstirnið væri gríðarlegt efni.

Drengurinn býr yfir gríðarlegum hæfileikum og þróar með sér sína eigin orku,“ sagði Klopp í samtali við Bild TV. „Hann er ótrúlega spennandi og skemmtilegur leikmaður.“

Þegar Klopp var spurður hvort hann ætlaði að reyna að klófesta leikmanninn sagði hann: „Ég er ekki með símanúmerið hans.“

Heimildir frá Spáni herma að Haaland gæti yfirgefið Dortmund í janúar næstkomandi. Haaland er með klásúlu í samning sínum við Dortmund sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið fyrir 64 milljónir evra. Klásúlan var sögð virk næsta sumar en nú er talið að hún gæti orðið virk í janúar sem gæti ýtt undir baráttu á milli stærstu klúbba Evrópu um kaup á Norðmanninum unga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Í gær

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér