fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Klopp hrósar Haaland í hástert – „Ég er ekki með símann hjá honum“

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 13:38

Erling Haaland í leik með Dortmund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur hrósað Erling Haaland, framherja Borussia Dortmund, í hástert en neitaði að segja til um hvort hann ætlaði að reyna að krækja í framherjann. Haaland er einn eftirsóttasti framherji heims, en Man City, Man Utd, Chelsea, Real Madrid, Barcelona og Bayern Munchen eru öll sögð hafa áhuga á honum.

Norðmaðurinn hefur skorað 85 mörk á tveimur tímabilum með Dortmund og Klopp sagði að ungstirnið væri gríðarlegt efni.

Drengurinn býr yfir gríðarlegum hæfileikum og þróar með sér sína eigin orku,“ sagði Klopp í samtali við Bild TV. „Hann er ótrúlega spennandi og skemmtilegur leikmaður.“

Þegar Klopp var spurður hvort hann ætlaði að reyna að klófesta leikmanninn sagði hann: „Ég er ekki með símanúmerið hans.“

Heimildir frá Spáni herma að Haaland gæti yfirgefið Dortmund í janúar næstkomandi. Haaland er með klásúlu í samning sínum við Dortmund sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið fyrir 64 milljónir evra. Klásúlan var sögð virk næsta sumar en nú er talið að hún gæti orðið virk í janúar sem gæti ýtt undir baráttu á milli stærstu klúbba Evrópu um kaup á Norðmanninum unga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn