Barcelona var rétt í þessu að gefa frá sér yfirlýsingu þess efnis að varafyrirliði félagsins, Gerard Pique, er meiddur á vinstri kálfa.
Pique bíður eftir niðurstöðum prófa um alvarleika meiðslana og verður að bíða og sjá hvenær varnarmaðurinn getur mætt aftur til æfinga.
Spánverjinn meiddist í leik gegn Athletic Bilbao á laugardaginn var og þurfti að yfirgefa völlinn eftir hálftíma leik. Þetta var annar leikur Pique á tímabilinu, en hann skoraði í fyrsta leik Barca á nýju tímabili gegn Real Sociedad.
❗️The first team player Gerard Piqué has a left calf injury and is awaiting tests to determine the extent of the injury. pic.twitter.com/CM09suK766
— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 22, 2021