Tveir leikir hófust klukkan 13:00 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Southampton tók á móti Man Utd á heimavelli og Tottenham sótti Úlfana heim á Molineux völlinn.
Southampton komst í forystu gegn United eftir hálftíma leik þegar að Jack Stephens hirti boltann af Bruno Fernandes og kom honum á Che Adams, en skot þess síðarnefnda átti viðkomu í Fred á leiðinni í netið.
Mason Greenwood jafnaði metin fyrir United á 55. mínútu eftir góðan undirbúning Paul Pogba og Bruno Fernandes. Gestirnir voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið og lokatölur 1-1.
Tottenham sótti Wolves heim í fyrsta leik Nuno Espiritio Santo á Molineux síðan hann yfirgaf félagið í sumar.
Tottenham komst í forystu strax á 9. mínútu þegar að Dele Alli skoraði úr víti teftir að brotið var á honum í teignum. Wolves var mun sterkari aðilinn í leiknum og sótti stíft að marki Tottenham en tókst ekki að koma boltanum í netið og 1-0 sigur Spurs niðurstaða.
Tottenham hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu með einu marki gegn engu.
Lokatölur:
Southampton 1– 1 Man Utd
1-0 Che Adams (’30)
1-1 Mason Greenwod (’55)
Wolves 0 – 1 Tottenham
0-0 Dele Alli (‘9, víti)