Það voru fimm leikir spilaðir í norsku úrvalsdeildinni í dag og nokkrir Íslendingar í eldlínunni.
Bodö vann sannfærandi 3-0 sigur á Kristiansund á Aspmyra vellinum. Amahl Pellegrino skoraði öll mörk Bodö í seinni hálfleik. Alfons Sampsted var í byrjunarliðinu að vanda og lék allan leikinn fyrir Bodö sem er komið í 2. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 16 leiki. Kristiansund er í 5. sæti með 26 stig.
Sandefjord og Tromso gerðu 1-1 jafntefli á Komplett vellinum. Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord og kom heimamönnum yfir með marki á 12. mínútu. Tromso tókst að jafna fimm mínútum síðar þegar að Moses Ebiye kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Niclas Vesterlund. Adam Örn Arnarson kom inn á fyrir Tromso í upphafi seinni hálfleiks og Jón Viðar kom af velli á 82. mínútu, en stuttu síðar fékk Sandefjord vítaspyrnu. Sivert Gussias fór á punktinn en tókst ekki að skora og 1-1 jafntefli niðurstaða.
Sandefjord er í 11. sæti með 21 stig eftir 16 leiki. Tromso er í 13. sæti með 15 stig.
Valeranga og Viking áttust við á Intility vellinum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Valeranga og kom heimamönnum yfir með marki á 12. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik en Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður hjá Viking á 74. mínútu og tíu mínútum síðar hafði liðið jafnað metin, en þar var Harald Tangen að verki eftir stoðsendingu frá Shayne Pattinama. Viking er í 6. sæti með 25 stig. Valeranga er í 7. sæti með 23 stig.
Rosenborg burstaði Odd 5-0 á heimavelli. Hólmar Örn Eyjólfsson byrjaði leikinn fyrir Rosenborg og skoraði eftir tvær mínútur. Noah Holm bætti við öðru marki á 10. mínútu og Stefano Vecchia kom Rosenborg í 3-0 eftir 15. mínútur. Staðan var 3-0 í hálfleik en Emil Konradsen Ceide og Stefano Vecchia bættu við fjórða og fimmta markinu í seinni hálfleik. Rosenborg er í 3. sæti með 28 stig. Odd er í 10 sæti með 22 stig.
Úrslit dagsins:
Bodö/Glimt 3 – 0 Kristansund
1-0 Amahl Pellegrino (’61)
2-0 Amahl Pellegrino (’68)
3-0 Amahl Pellegrino (’78)
Sandefjord 1-1 Tromso
1-0 Viðar Ari Jónsson (’12)
1-1 Moses Ebiye (’17)
Valeranga 1-1 Viking
1-0 Viðar Örn Kjartansson (’12)
1-1 Harald Tangen (’84)
Rosenberg 5 – 0 Odd
1-0 Hólmar Örn Eyjólfsson (‘2)
2-0 Noah Holm (’10)
3-0 Stefano Vecchia (’15)
4-0Emil Konradsen Ceide (’59)
5-0 Stefano Vecchia (’84)
Haugesund 0-3 Lillestrom
0-1 Daniel Gustafsson (’21)
0-2 Daniel Gustafsson (’23)
0-3 Ulrik Fredriksen (92, sjálfsmark)