fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Allsvenskan: Frábær endurkoma hjá Hammarby – Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Elfsborg

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 18:41

Sveinn Aron Guðjohnsen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar áttust við þegar að Elfsborg tók á móti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen gekk til liðs við Elfsborg á dögunum og byrjaði leikinn á bekknum en Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Hammarby.

Alexander Bernhardsson kom Elfsborg yfir eftir fimm mínútna leik eftir stoðsendingu frá Robert Gojani. Jacob Ondrejka virtist hafa tryggt heimamönnum stigin þrjú þegar hann kom Elfsborg í 2-0 á 81. mínútu, en tvö mörk í uppbótartíma frá Aljosa Matko og Abdulrahman Khalili tryggðu Hammarby jafntefli.

Elfsborg er í 4. sæti með 30 stig eftir 16 leiki. Hammarby er í 5. sæti með 24 stig.

Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhanneson voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem mætti Halmstad á Örjans vellinum. Leiknum lauk með 2-1 sigri Halmstad en þeir Amir Al-Ammari og Karim Sadat skoruðu mörkin fyrir Halmstad í sitthvorum hálfleiknum. Samuel Adegbenro skoraði fyrir Norrköping. Ari Freyr og Ísak komu báðir af velli í síðari hálfleik.

Halmstad er í 8. sæti með 20 stig eftir 16 leiki. Norrköping er í 6. sæti með 23 stig.

Úrslit dagsins í sænsku úrvalsdeildinni:

Elfsborg 2 – 2 Hammarby
1-0 Bernhardsson (‘5)
2-0 Ondrejka (’81)
2-1 Matko (91)
2-2 Khalili (’94)

Halmstad 2 – 1 Norrköping
1-0 Al-Ammari (‘)
2-0 Sadat (’70)
2-1 Adegbenro (77)

AIK 2 – 1 Hacken
1-0 Papagiannopoulos (‘3)
2-0 Hussein (’51)
2-1 Norfeldt (78, sjálfsmark)

Örebro 1-1 Sirius
1-0 Hummet (‘2)
1-1 Kouakou (’54)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Í gær

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér