Samuel Luckhurts, blaðamaður hjá Manchester Evening News telur að Manchester United hafi nú fimm heimsklassa leikmenn í liðinu.
Ole Gunnar Solskjaer tók við sem stjóri félagsins árið 2019 og hefur sagt að hann sé hægt og rólega að byggja upp lið sem getur unnið ensku úrvalsdeildina en Manchester United vann hana síðast 2013.
Luckhurts telur að Bruno Fernandes, Paul Pogba, Harry Maguirea, Raphael Varane og Luke Shaw séu heimsklassa leikmenn og bestu leikmenn heims í sinni stöðu.
„Enginn nær Bruno Fernandes hvað varðar mörk og stoðsendingar, hann vantar bara titla. Paul Pogba hefur alltaf sýnt að hann er heimsklassa leikmaður,“ sagði Luckhurts í grein sinni í Manchester Evening News.
„Raphael Varane hefur verið einn besti varnarmaður síðasta áratugarins. Harry Maguire varð að heimsklassa varnarmanni á EM og fann United fyrir fjarveru hans undir lok tímabilsins.“
„Luke Shaw myndi komast í besta lið í heimi sem vinstri bakvörður í dag.“