Fjórum leikjum var að ljúka í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar rétt í þessu. Manchester City sigraði Norwich örugglega, Leeds gerði jafntefli við Everton, Aston Villa hafði betur gegn Newcastle og Crystal Palace gerði markalaust jafntefli við Brentford.
Manchester City átti ekki í vandræðum með nýliða Norwich í dag. T. Krul skoraði sjálfsmark strax á 7. mínútu og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra þennan leik. Jack Grealish komst á blað með marki um miðjan fyrri hálfleik. Þeir Laporte, Sterling og Mahrez bættu svo við einu marki hver í seinni hálfleik.
Manchester City 5 – 0 Norwich
1-0 T. Krul (´7)
2-0 J. Grealish (´22)
3-0 A. Laporte (´64)
4-0 R. Sterling (´71)
5-0 R. Mahrez (´84)
Dominic Calvert-Lewin kom Everton yfir úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik en Klich jafnaði undir lok fyrri hálfleiks. Gray kom Everton aftur yfir snemma í seinni hálfleik en Rapinha jafnaði á 72. mínútu.
Leeds 2 – 2 Everton
0-1 D. Calvert-Lewin (´30)
1-1 M. Klich (´41)
1-2 D. Gray (´50)
2-2 Rapinha (´72)
Aston Villa sigraði Newcastle 2-0. Danny Ings kom heimamönnum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks úr hjólhestaspyrnu. El Ghazi tvöfaldaði forystu Aston Villa úr vítaspyrnu á 62. mínútu.
Aston Villa 2 – 0 Newcastle
1-0 D. Ings (´45+3)
2-0 A. El Ghazi (´62)
Crystal Palace og Brentford gerðu markalaust jafntefli í dag.
Crystal Palace 0 – 0 Brentford