Memphis Depay, fyrrum framherji Manchester United ákvað að hann þyrfti að yfirgefa félagið þegar liðsfélagar hans skildu ekki afhverju hann fékk ekki tækifæri.
Memphis Depay var hjá Manchester United frá 2015 til 2017. Þaðan fór hann til Lyon og samdi svo við Barcelona í sumar. Hann ræddi tíma sinn hjá Manchester og hvað fór úrskeiðis þar við El Periodico.
„Ég hugsa oft um hvað fór úrskeiðis. Á fyrsta tímabilinu þurfti ég að aðlagast og missti sjálfstraust og loks missti ég traustið frá Lous Van Gaal og starfsfólki hans,“ sagði Depay við El Periodico
„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Á næsta tímabili fannst mér ég hafa meiri reynslu en þá skipti liðið um þjálfara. Mourinho kom og ég barðist fyrir byrjunarliðssæti en hann hafði engan áhuga á að gefa mér tækifæri. Ég talaði við hann en það breytti engu.“
„Pogba og Zlatan spurðu mig afhverju ég fengi aldrei að spila og það sýndi mér að ég ætti einfaldlega engan séns. Og ég áttaði mig á því að ég vil ekki vera stórum klúbb ef ég fæ aldrei að spila, það er ekki þess virði.“