fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Depay segir frá tíma sínum hjá United – „Pogba og Zlatan skildu ekki afhverju ég fékk ekki tækifæri“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 21. ágúst 2021 19:45

Memphis Depay / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Memphis Depay, fyrrum framherji Manchester United ákvað að hann þyrfti að yfirgefa félagið þegar liðsfélagar hans skildu ekki afhverju hann fékk ekki tækifæri.

Memphis Depay var hjá Manchester United frá 2015 til 2017. Þaðan fór hann til Lyon og samdi svo við Barcelona í sumar. Hann ræddi tíma sinn hjá Manchester og hvað fór úrskeiðis þar við El Periodico.

„Ég hugsa oft um hvað fór úrskeiðis. Á fyrsta tímabilinu þurfti ég að aðlagast og missti sjálfstraust og loks missti ég traustið frá Lous Van Gaal og starfsfólki hans,“ sagði Depay við El Periodico

„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Á næsta tímabili fannst mér ég hafa meiri reynslu en þá skipti liðið um þjálfara. Mourinho kom og ég barðist fyrir byrjunarliðssæti en hann hafði engan áhuga á að gefa mér tækifæri. Ég talaði við hann en það breytti engu.“

„Pogba og Zlatan spurðu mig afhverju ég fengi aldrei að spila og það sýndi mér að ég ætti einfaldlega engan séns. Og ég áttaði mig á því að ég vil ekki vera stórum klúbb ef ég fæ aldrei að spila, það er ekki þess virði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?