Raphael Varane var alltaf að fara að spila fyrir Manchester United samkvæmt Ole Gunnar Solskjær stóra félagsins. Varane gæti spilað sinn fyrsta leik á sunnudag gegn Southampton.
Þessi 28 ára varnarmaður var nálægt því að ganga í raðir United fyrir tíu árum þegar Sir Alex Ferguson fundaði með honum, hann kaus hins vegar að fara til Real Madrid.
United greiddi um 40 milljónir punda fyrir Varane á dögunum en eftir langa bið eftir atvinnuleyfi og sóttkví er Varane klár í slaginn.
„Það er ekkert leyndarmál að við vorum nálægt því að fá hann fyrir tíu árum, við höfum sannfært um það sem Manchester United gengur út á. Það hefur alla tíð verið í huga hans frá því að hann fór til Real Madrid,“ sagði Solskjær
„Hann hefur unnið Meistaradeildina, hann er Heimsmeistari. Hann er frábær varnarmaður, hann er snöggur og sterkur. Hann er góður í loftinu.“