fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Katrín Jakobs játar því að hafa gleymt því hvernig reglurnar virka

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. ágúst 2021 13:43

Mynd: Fréttablaðið/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kveðst hafa gleymt því hvernig sóttvarnareglur landsins virkar þegar hún mætti á knattspyrnuleik í gær. KR vann 6-0 stórsigur á Víking R. í Vesturbænum í Lengjudeild kvenna í gær en Katrín var á meðal þeirra sem mættu á völlinn. Það kemur fram á Fótbolta.net.

Eins og knattspyrnuáhugafólk veit er grímuskylda á knattspyrnuvöllum landsins, eitthvað sem ekki tíðkast í öðrum löndum. Katrín gleymdi þeim reglum sem ríkja hér á landi.

Þær Aiden Hogan Keane, Unnur Elva Traustadóttir, Kristín Sverrisdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir höfðu komið KR-ingum í 4-0 forystu í fyrri hálfleik. Sandra Dögg Bjarnadóttir og Karítas Ingvadóttir bættu við fimmta og sjötta markinu á 65. og 85 mínútu. KR er í 3. sæti deildarinnar með 33 stig eftir 15 leiki, tveimur stigum frá FH í efsta sæti. Víkingur R. er í 4. sæti með 22 stig.

Katrín sem fer fyrir ríkisstjórninni sem setur hömlur á líf fólks vegna COVID 19 faraldursins gleymdi eigin reglum þegar hún mætti á völlinn í gær. „Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir átti heldur ekki góðan dag þar sem hún mætti á völlinn en gleymdi grímunni,“ segir í umfjöllun Fótbolta.net um Katrínu.

„Ég hreinlega ætla að viðurkenna að mig misminnti,“ segir Katrín við RÚV.

„Ég taldi satt að segja að íþróttaviðburðir utandyra þar sem fjarlægð er tryggð, og hún var algjörlega tryggð á þessum leik þar sem voru ekki sérlega margir gestir og við vorum utandyra, þá minnti mig hreinlega að það væri ekki grímuskylda á íþróttaviðburðum utandyra. Það var misminni og mér þykir mjög leiðinlegt að hafa brotið reglur með þessum hætti.“

„Ég var grímulaus í góðri trú og taldi að þar sem langt var á milli mín og næstu manna og við vorum utandyra að ég væri að gera rétt. Ég er mannleg eins og aðrir og hefði betur flett upp á covid.is fyrir leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG