Einn besti körfuboltamaður allra tíma Lebron James hefur þénað vel á ferli sínum en hann hefur þó þénað meira utan vallar.
Fjallað er um málið af Nathan Baugh hjá sidelinesprint.com en eitt af því er fjárfesting hans í Liverpool.
Árið 2011 keypti Lebron James tvö prósent í Liverpool fyrir 6,5 milljónir dollara eða um 830 milljónir króna á gengi dagsins í dag.
Í dag er þessi peningur 80 milljóna dollara virði eða 10,2 milljarða íslenskra króna en gengi Liverpool hefur verið gott síðustu ár.
James hefur því halað inn rúma 9 milljarða á fjárfestingu sinni í Liverpool sem er ansi vel gert.
Það var mjög góð ákvörðun hjá LeBron James að ákveða að setja pening í enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool fyrir áratug síðan.
3. Liverpool FC
LeBron invested $6.5M for 2% of Liverpool in 2011. Since:
• 1x Champions League title
• 1x Premier League titleNow, that 2% stake is worth $80M.
But…
— Nathan Baugh (@nathanbaugh27) August 19, 2021