Manchester United er tilbúið að gera Paul Pogba að launahæsta leikmanni félagsins. Þetta kemur fram í grein frá The Athletic.
Þar segir að United sé búið að bjóða Pogba nýjan samning sem mun gefa honum 400 þúsund pund í laun á viku næstu fimm árin.
Franski miðjumaðurinn á enn eftir að svara boði United en hann er að hugsa sinn gang, líkur eru á því að hann hafni tilboðinu og fari frítt næsta sumar.
David de Gea er launahæsti leikmaður félagsins í dag með 375 þúsund pund á viku en frammistaða hans hefur ekki staðið undir þeim launum undanfarið.
Jadon Sancho og Rapahael Varane sem báðir komu til United í sumar eru á meðal launahæstu leikmanna félagsins.
Pogba er í dag með 290 þúsund pund á viku og því er um verulega hækkun að ræða fyrir franska miðjumanninn sem kom aftur til United fyrir fimm árum.
Launahæstu leikmenn United:
David De Gea – £375k á viku
Raphael Varane – £340k á viku
Jadon Sancho – £300k á viku
Paul Pogba – £290k á viku
Harry Maguire – £250k á viku