Robert Lewandowski framherji FC Bayern vill ólmur fara frá félaginu og er þýska félagið meðvitað. Sky Sports segir frá þessu.
Bayern er meðvitað um ákvörðun pólska framherjans en vill fá 100 milljónir punda fyrir hann.
Lewandowski verður 33 ára um helgina en hann er ekki sagður setja mikinn þunga á Bayern að selja hann enda er samband hans við félagið gott.
Lewandowski gekk í raðir Bayern árið 2014 og hefur átt magnaðan feril hjá félaginu. Ljóst er að mörg félög hefðu áhuga á að krækja í hann.
Möguleiki er á að lið láti til skara skríða á næstu dögum áður en félagaskiptagluginn lokar. Manchester City leitar sér að framherja og erfiðlega hefur gengið að fá Harry Kane, möguleiki er á að félagið skoði þennan kost.
Lewandowski er algjör markavél en hann skoraði 56 mörk fyrir Bayern og landslið Póllands á síðustu leiktíð.