fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Stjóri Jóhanns slær á létta strengi: „Við vorum nálægt því að fá Messi“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 15:00

. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Dyche stjóri Burnley vonast til þess að félagið geti bætt við sig leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar í lok ágúst.

Burnley hefur lítið bætt við hóp sinn í sumar en leikmannahópur Burnley er þunnskipaður og gæti það orðið til vandræða þegar líða tekur á tímabilið.

Dyche var í stuði þegar hann ræddi málið við fréttamenn í dag. „Við vorum nálægt því að krækja í Messi, við vorum svekktir að missa af því en hann hafði talað um ást sína á okkur. Ronaldo er að leita að liði en fyrir utan það þá sjáum við hvað gerist. Lewandowski sagðist ekki vera á leið hingað en hinir hafa gert það,“ sagði Dyche léttur.

„Félagið er að reyna að hamra járnið, þetta snýst í enda dagsins um peninga. Ef þú borgar ekki uppsett verð þá færðu ekki leikmennina. Við bíðum og sjáum, við gætum séð leikmenn koma sem geta bætt sig og bætt hóp okkar.“

„Við héldum í okkar mikilvægu leikmenn, þrátt fyrir sögusagnir sem halda bara áfram þá er þetta sami hópur. Við viljum bæta við hópinn en halda í okkar lykilmenn.“

Jóhann Berg Guðmundsson er í leikmannahópi Burnley og var í byrjunarliði liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“