fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Sambandsdeildin: Bodö Glimt fékk á sig mark í uppbótartíma – Alfons Sampsted lék allan leikinn

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 19:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Íslendingar léku í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir norsku meistarana Bodö/Glimt sem sótti Zalgiris heim í fyrri leik liðanna. Leikið var á Vilniaus LFF vellinum í Litháen.

Zalgiris náði forystu á 7. mínútu með marki frá Tomislav Kis en Ulrik Saltnes skoraði tvö mörk með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks og allt stefndi í útisigur Bodö. Pape Djibril Diaw jafnaði þó metin fyrir Zalgiris í uppbótartíma og 2-2 jafntefli staðreynd.

Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í liði Hammarby sem beið 3-1 ósigur gegn Basel. Leikið var á St. Jakob vellinum í Sviss.

Arthur kom Basel í forystu á 30. mínútu en Abdulrahman Khalili, sem var nýkominn inn á sem varamaður, jafnaði metin fyrir Hammarby á 71. mínútu. Arthur gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk á síðustu þremur mínútum leiks og 3-1 sigur Basel staðreynd.

Lokatölur:

Zalgiris 2 – 2 Bodö/Glimt 
1-0 Tomislav Kis (‘7)
1-1 Ulrik Saltnes (’49)
1-2 Ulrik Saltnes (’54)
2-2 Pape Djibril Diaw (’92)

Basel 3 – 1 Hammarby 
1-0 Arthur (’30)
1-1 Abdulrahman Khalili (‘)
2-1 Arthur (’87)
3-1 Arthur (’90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum