Manchester City hefur svo sannarlega fengið á baukinn fyrir nýja treyju félagsins en um er að ræða treyju sem Puma framleiðir.
Puma fer nýjar leiðir þegar kemur að þriðja búningi City en fleiri félög fá svipað útlit á treyjum frá Puma í ár.
Ljóst er að það mun taka flesta nokkurn tíma að venjast svona búningi sem er með öllu óhefðbundinn.
„Get ekki beðið eftir að þessi fari á útsölu en ég mun samt ekki kaupa hana,“ sagði einn stuðningsmaður City.
Margir netverjar hafa gefið treyjunni slæma dóma en aðrir eru þó hrifnir af því að Puma þori að fara nýjar leiðir og sé ekki fast í sama forminu.
Myndir af treyjunni má sjá hér að neðan.