Framtíð Harry Kane er í lausu lofti en framherjinn hefur ekki farið í felur með það að hann vill burt frá Tottenham.
Manchester City hefur lagt fram tvö tilboð en Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham hefur varla haft áhuga á að svara þeim.
Kane mætti of seint til æfinga hjá Tottenham en er byrjaður að æfa, óvíst er hvenær hann spilar með liðinu eða hvort hann fái ósk sína uppfylta og fari.
„Önnur æfing í bankann,“ skrifaði Kane og birti mynd af sér einum á æfingasvæði Tottenham. Leikmenn Tottenham eru í Portúgal fyrir leik í Sambandsdeildinni.
Kane er einn besti framherji í heimi en ef honum tekst ekki að fara frá Tottenham í sumar er talið líklegt að hann klári feril sinn hjá félaginu.