fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

James Ward-Prowse framlengir við Southampton

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 21:48

James Ward-Prowse. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Ward-Prowse, fyrirliði Southampton hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið. Ward-Prowse er 26 ára gamall en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðalið Southampton þegar hann var 16 ára.

Hann hefur spilað 323 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 33 mörk.

Ég er himinlifandi,“ sagði Ward-Prowse. „Ég er líklega hamingjusamasti maður í heimi akkúrat núna.“

Ward-Prowse var valinn í 33 manna hóp enska landsliðsins fyrir EM í sumar en komst ekki í lokahópinn. Southampton maðurinn átti frábært tímabil í fyrra og var orðaður við önnur félög í sumar, þar á meðal Tottenham.

Ég er gríðarlega stoltur af því að skuldbinda mig við félagið, og nýr kafli hefst núna,“ sagði hann. „Þetta er líklega í fyrsta sinn á ferlinum sem ég hef verið orðaður við önnur lið, en ég var ólmur í að funda með félaginu og það gekk í báðar áttir. Verki mínu er ekki lokið. Ég á margt inni og vil leiða þetta lið og tryggja að ég geri allt í mínu valdi til að endurgjalda trúna sem félagið hefur sýnt mér síðan ég var átta ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“