fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Ótti í hreyfingunni vegna aukinnar notkunar á munntóbaki

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 09:07

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan enska fótboltans óttast menn það að aukin notkun á munntóbaki verði til þess að leikmenn meiðist meira. Notkun á munntóbaki í Bretlandi hefur aukist mikið á síðustu tíu árum.

Flestir nota það sem kallað er „snus“ og er að mestu framleitt í Svíþjóð, slíkar vörur eru ólöglegar hér á landi.

Í enskum blöðum í dag er fjallað um málið og þann ótta sem ríkir vegna þess hversu mikil aukning er í notkun á meðal knattspyrnumanna.

Notkunin er mest í neðri deildum Englands en vitað er af leikmönnum í úrvalsdeildinni sem nota snus, má þar nefna Jamie Vardy og Victor Lindelöf.

Í fréttum segir að mikil notkun á tóbakinu verði til þess að leikmenn sofa ekki eins vel og þannig sé aukin hætta á meiðslum þeirra.

Einn stjóri segir frá því að 13 leikmenn hans noti nú tóbakið og hann hafi kallað til sérfræðing til að reyna að fá leikmenn til að hætta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag