Innan enska fótboltans óttast menn það að aukin notkun á munntóbaki verði til þess að leikmenn meiðist meira. Notkun á munntóbaki í Bretlandi hefur aukist mikið á síðustu tíu árum.
Flestir nota það sem kallað er „snus“ og er að mestu framleitt í Svíþjóð, slíkar vörur eru ólöglegar hér á landi.
Í enskum blöðum í dag er fjallað um málið og þann ótta sem ríkir vegna þess hversu mikil aukning er í notkun á meðal knattspyrnumanna.
Notkunin er mest í neðri deildum Englands en vitað er af leikmönnum í úrvalsdeildinni sem nota snus, má þar nefna Jamie Vardy og Victor Lindelöf.
Í fréttum segir að mikil notkun á tóbakinu verði til þess að leikmenn sofa ekki eins vel og þannig sé aukin hætta á meiðslum þeirra.
Einn stjóri segir frá því að 13 leikmenn hans noti nú tóbakið og hann hafi kallað til sérfræðing til að reyna að fá leikmenn til að hætta.