Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn fyrir Aalesund í 1-1 jafntefli við Ranheim í norsku B-deildinni í dag. Aalesund er í toppbaráttunni en lenti undir á 5. mínútu þegar að Filip Brattbakk kom Ranheim yfir.
Aalesund fékk víti þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og Sigurd Haugen fór á punktinn og jafnaði fyrir heimamenn. Það voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum og 1-1 jafntefli niðurstaða.
Aalesund er í 3. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 14 leiki, fjórum stigum á eftir HamKam í toppsætinu. Ranheim er í 10 sæti með 17 stig.