Georgina Rodriguez unnusta Cristiano Ronaldo sendi pillu á Carlo Ancelotti þjálfara Real Madrid sem setti fram furðulega færslu á Twitter. Í spænskum miðlum kom fram í gær að Ancelotti væri að vinna að því að krækja í Cristiano Ronaldo frá Juventus.
Ronaldo fór frá Real Madrid fyrir þremur árum og gekk í raðir Juventus en hann hefur verið orðaður við brottför frá Ítalíu.
„Cristiano er goðsögn hjá Real Madrid sem ég elska og ber virðingu fyrir, ég hef aldrei íhugað að kaupa hann. Við horfum til framtíðar,“ skrifaði Ancelotti á Twitter og vakti það furðu.
Ronaldo sendi frá sér yfirlýsingu og bað fólk um að hætta að ræða framtíð sína, hann væri leikmaður Juventus. Georgina fór svo á Instagram og svaraði færslu um færslu Ancelotti.
„Jajajaja,“ skrifaði Georgina og var greinilega ekki skemmt með þessa færslu Ancelotti.