Það er hart í ári hjá mörgum knattspyrnufélögum eftir veiruna skæðu, veiran hefur haft gríðarleg áhrif á tekjur félaga og þá sérstaklega sú staðreynd að fólk hefur varla mátt mæta á völlinn í 18 mánuði.
Real Madrid er eitt þeirra félaga sem fundið hefur fyrir áhrifum veirunnar og hefur félagið nánast ekkert gert á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Samkvæmt spænskum blöðum er félagið að teikna upp fimm leikmenn sem félagið ætlar að reyna að klófesta næsta sumar og ekki borga krónu fyrir.
Kylian Mbappe og Paul Pogba eru báðir á óskalista félagsins en svo heppilega vill til að þeir verða samningslausir næsta sumar. Ekkert bendir til þess að Mbappe eða Pogba framlengi við PSG og Manchester United.
Samkvæmt spænskum miðlum eru forráðamenn Real einnig farnir að hlera Leon Goretzka, Antonio Rudiger og Eduardo Camavinga sem allir verða án samnings næsta sumar.