fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Segir það hættulegan leik fyrir Frey að sækja Sævar

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 13:00

Sævar Atli Magnússon. Mynd/Leiknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson sagði í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag að það muni setja aukna pressu á Frey Alexandersson, þjálfara Lyngby, að fá Sævar Atla Magnússon til félagsins.

Sævar Atli er talinn við það að ganga í raðir danska B-deildarliðsins frá Leikni Reykjavík.

Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, velti því upp hvort að það myndi setja aukna pressu á íslenska þjálfara að sækja íslenska leikmenn í erlend lið.

,,Þetta er hættulegur leikur. Ef Sævar Atli kemur þarna og gerir ekki neitt þá horfa stjórnarmenn Lyngby á það að hann hafi farið þarna heim til sín og sótt leikmann sem engu skilar. Það er bæði pressa á Sævari og Freysa að þetta gangi upp,“ sagði Hörður.

Sævar Atli er aðeins 21 árs gamall. Hörður telur það geta hjálpað honum í í byrjun hjá Lyngby.

,,Kannski hjálpar það Sævari að vera svona ungur. Hann fær kannski eitt ár til að aðlagast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum
433Sport
Í gær

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi