fbpx
Laugardagur 24.júlí 2021
433Sport

„Leikmaðurinn sem Arsenal þarf“

Helga Katrín Jónsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn eitt sumarið er Wilfried Zaha orðaður við Arsenal. Zaha hefur gert það ljóst fyrir stjórnarformönnum Crystal Palace að hann vilji komast í stærra lið í sumar og eru Arsenal, Tottenham og Everton sögð áhugasöm um kappann.

Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, hvetur sitt gamla félag til þess að semja við Zaha í sumar þar sem hann sé leikmaðurinn sem Arsenal þarf.

„Zaha er óútreiknanlegur leikmaður, þú veist ekki hvað hann ætlar að gera við boltann,“ sagði Petit við Paddy Power í vikunni.

„Hann er sterkur karakter og þarf stundum að stjórna tilfinningum sínum en hann er nákvæmlega leikmaðurinn sem Arsenal þarf. Aðdáendur eru spenntir fyrir honum og leikmenn eru það líka.“

„Arsenal hefur ekki haft leikmann sem er svona góður með boltann í langan tíma, þeir þurfa einhvern sem getur tekið ábyrgð og er óhræddur við að taka varnarmenn á.“

Mikil pressa er á Arsenal að gera vel á félagsskiptamarkaðinum í sumar eftir enn eitt vonbrigða tímabil. Félagið endaði í 8. sæti og tekur því ekki þátt í neinum Evrópubolta í vetur.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnór Ingvi valinn í lið vikunnar í Bandaríkjunum

Arnór Ingvi valinn í lið vikunnar í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Schalke 04 tapaði í sínum fyrsta leik – Guðlaugur Victor lék allan leikinn

Schalke 04 tapaði í sínum fyrsta leik – Guðlaugur Victor lék allan leikinn
433Sport
Í gær

Staðfesta loks komu Sancho

Staðfesta loks komu Sancho
433Sport
Í gær

Hjólar í sína fyrrum liðsfélaga – ,,Ótrúlega flatt, bara vond frammistaða“

Hjólar í sína fyrrum liðsfélaga – ,,Ótrúlega flatt, bara vond frammistaða“
433Sport
Í gær

Man Utd reyndi að koma van de Beek til Spánar en leikmaðurinn vill ólmur berjast fyrir sæti sínu

Man Utd reyndi að koma van de Beek til Spánar en leikmaðurinn vill ólmur berjast fyrir sæti sínu
433Sport
Í gær

Pogba hafnar samningstilboði Man Utd – Félagið var tilbúið að hækka laun hans verulega

Pogba hafnar samningstilboði Man Utd – Félagið var tilbúið að hækka laun hans verulega