Fjöldi stuðningsmanna Manchester United eru særðir eftir að hafa orðið fyrir árás í Póllandi í gærkvöldi. Heimamenn í bænum Gdansk eru sagðir bera ábyrgð á þessum árásum.
United mætir Villarreal í úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld þar sem Ole Gunnar Solskjær vonast eftir sínum fyrsta titli í starfi.
Fjöldi stuðningsmanna United hafa komið sér yfir til Póllands en þar á meðal er Wayne Rooney fyrrum fyrirliði félagsins.
Vitað er um þrjá stuðningsmenn United voru slasaðir. Þá var fjöldi stuðningsmanna rændir og aðstoða starfsmenn United þá þessa stundina.
Ekki var um ræða slagsmál milli stuðningsmanna United og spænska félagsins. Um tvö þúsund stuðningsmenn United verða í Gdansk í kvöld.
Stuðningsmenn United sátu í mestu rólegheitum á bar í bænum þegar hópur af heimamönnum réðst að þeim eins og sést á myndbandinu hér að neðan.
#EuropaLeagueFinal
Lechia Gdansk hools attacked Manchester United fans in a pub last night. pic.twitter.com/gUEp04L5MR— STAND YOUR GROUND 👊 (@Ultramaniatics_) May 26, 2021