fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

City vann Palace – Geta orðið meistarar á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 13:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City vann 0-2 útisigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikur var rólegur. City ógnaði lítið og heimamenn líklegri til að skora ef eitthvað var. Staðan í hálfleik var markalaus.

Það var þó mun öflugra lið Man City sem mætti í seinni hálfleik. Þeir kláruð leikinn með tveimur mörkum á stuttum kafla þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af hálfleiknum.

Sergio Aguero skoraði fyrra mark City eftir fyrirgjöf frá Benjamin Mendy.

Seinna markið skoraði Ferran Torres með skoti utarlega í teig Palace. Varnarleikur heimamanna var ekki sérstakur í markinu. Lokatölur, eins og fyrr segir, 0-2.

Man City er nú með 13 stiga forskot á toppi deildarinnar. Ef Manchester United, sem er í öðru sæti, tapar gegn Liverpool á morgun er City orðið Englandsmeistari.

Palace siglir lignan sjó í 13. sæti deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“