fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Urðar yfir Liverpool eftir gærdaginn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 08:41

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool er brjálaður út í félagið sitt fyrir að ætla að taka þátt í ný stofnaðri Ofurdeild. 12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint í gærkvöldi að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi.

Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni. Liðunum verður skipt í tvo 10 liða riðla þar sem liðin leika heima og að heiman gegn hvert öðru. Leikið verður í miðri viku og ætla liðin að vera áfram með í deildarkeppnunum í heimalöndum sínum. Þrjú efstu liðin úr hvorum riðli fara síðan beint áfram í átta liða úrslit þar sem leikið verður heima og að heiman með útsláttarfyrirkomulagi.

Öll stóru sex lið Englands eru með í að stofna þessa deild en málið hefur vakið upp mikla reiði. „Því meira sem ég les um þessa Ofurdeild, það virðist sem eigendur Liverpool hafi áhuga á tómum velli. Þetta gæti orðið til þess að fólk gengur af velli,“ sagði Carragher.

„Sem fyrrum leikmaður Liverpool þá fæ ég óbragð í munninn, að svona sé verið að skemma orðspor félagsins með hrokafullum eigendum. Þeir vilja skapa umhverfi þar sem þeir þurfa ekki að berjast fyrir árangri.“

„Þetta er gegn öllum þeim gildum sem fótboltinn kenndi mér, sérstaklega í minni borg.“

„Að láta plata sig í svona deild er nógu slæmt en Liverpool virðist vera með stórt hlutverk í henni. Þeir eru að svíkja hefðina sem félagið á með því að græða peninga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ótrúlegur árangur Arteta gegn stóru liðunum

Ótrúlegur árangur Arteta gegn stóru liðunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA