fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Segir Klopp hafa tortímt eigendum Liverpool í beinni útsendingu

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 21:02

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, sérfræðingur SkySports um ensku úrvalsdeildina, segir að Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hafi tortímt eigendum félagsins í beinni útsendingu í kvöld.

Jurgen Klopp, var spurður að því hvað honum finndist um fyrirhugaða Ofurdeild sem Liverpool er eitt af stofnfélögunum að.

Klopp er andvígur deildinni, það stangast á við skoðun eigenda Liverpool en Klopp sagði að hann og leikmenn liðsins hafi aðeins fengið að vita af fyrirætlunum eigandanna í Ofurdeildinni í gær.

„Við fengum einhverjar upplýsingar en ekki mikið. Flest af því kom frá fjölmiðlum,“ sagði Klopp fyrir leik Liverpool og Leeds í kvöld.

Gary Neville segir viðtalið við Klopp fyrir leik Liverpool hafa mikið að segja.

„Jurgen Klopp hefur í kvöld látið í ljós skoðun sína á mjög rólegan máta sökum stöðunnar sem hann gegnir innan félagsins. Hann hefur með þessu tortímt eigendum Liverpool í beinni útsendingu. Hann hefur komið fram gegn áætlunum eigenda félagsins,“ sagði Gary Neville í útsendingu SkySports í kvöld.

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og kollegi Gary Neville hjá SkySports, segir eigendur Liverpool ekki eiga von á góðu ef Klopp verði látinn fara á næsta 12 mánuðum vegna þessarar skoðunar sinnar.

„Ef þeir láta hann fara á næstu 12 mánuðum vegna þessarar skoðunar, þá get ég fullvisað ykkur um það að þeim verður bolað út úr félaginu á innan við viku,“ sagði Carragher sem ber greinilega mikinn kærleik í garð síns fyrrum félags. Hann hvatti í kvöld stuðningsmenn knattspyrnufélaga til að snúa bökum saman og koma í veg fyrir að Ofurdeildin verði að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Viss um að Arsenal muni ekki klúðra titlinum – Aðrir byrjaðir að trúa

Viss um að Arsenal muni ekki klúðra titlinum – Aðrir byrjaðir að trúa
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar