fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Valdabarátta og krísufundur hjá Bæjurum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 08:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður krísufundur hjá FC Bayern á næstu dögum þar sem framtíð Hansi Flick þjálfara liðsins mun ráðast. Þýskir fjölmiðlar fjalla um málið en hann er ósáttur með forráðamenn félagsins.

Mikil spenna hefur verið á milli Flick og Hasan Salihamidzic yfirmanns knattspyrnumála í tæpt ár, Flick var verulega óhress þegar forráðamenn félagsins reyndu ekki allt til þess að halda Thiago, hann var að lokum seldur til Liverpool.

Samband Flick og Salihamidzic er sagt slæmt en hvorugur vill gefa eftir og Flick vill meiri völd í leikmannamálum.

Flick er svo ósáttur með forráðamenn Bayern í dag sem ætla að leyfa David Alaba og Jerome Boateng að yfirgefa félagið frítt í sumar. Flick telur að félagið hefði getað lagt meira á sig í viðræðum við þá.

Bayern féll úr leik í Meistaradeildinni í gær gegn PSG, Bayern hafði unnið Meistaradeildina með yfirburðum á síðasta ári.

Flick er einnig óhress með þann liðsstyrk sem félagið fékk síðasta sumar en þá keypti félagið Eric Maxim Choupo-Moting, Bouna Sarr, Marc Roca og Douglas Costa. Aðeins Choupo-Moting hefur fengið eitthvað hlutverk og þá aðalega vegna meiðsla Robert Lewandowksi.

Flick er sagður spenntur fyrir því að taka við þýska landsliðinu en framtíð hans ætti að ráðast á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina