fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Við það að bresta í grát eftir öll vonbrigðin í gær – „Mér líður bara mjög illa“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 13:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 3-1 sigri Manchester United en leikið var á heimavelli Tottenham í Lundúnum. Á 33. mínútu kom Edinson Cavani, Manchester United yfir með marki eftir stoðsendingu frá Paul Pogba.

Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar var komist að þeirri niðurstöðu að Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, hafði brotið af sér í uppbyggingu sóknarinnar þegar að hann slæmdi hendinni í andlit Heung Min Son, sóknarmann Tottenham. Markið var því ekki tekið gilt og aukaspyrna dæmd.

Mikil umræða skapaðist um atvikið og fékk Son mikla gagnrýni, þá mátti hann sitja undir rasískum skilaboðum á samfélagsmiðlum að leik loknum.

Sóknarmaðurinn frá Suður Kóreu var niðurbrotin eftir leik, hann var við það að bresta í grát þegar hann fór í viðtal. „Ég er svo svekktur, ég veit í raun ekki hvað skal segja,“ sagði Son og heyra mátti að rödd hans var við það að bresta.

„Ég er mjög leiður yfir þessu og mér líður bara mjög illa,“ sagði Son en viðtalið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum