fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Hefnd Luke Shaw – Mourinho hafði ítrekað gert lítið úr honum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigur Manchester United á Tottenham í gær var eflaust sætari fyrir Luke Shaw bakvörð United frekar en nokkurn annan. Tottenham tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 3-1 sigri Manchester United en leikið var á heimavelli Tottenham í Lundúnum.

Jose Mourinho er stjóri Tottenham en hann stýrði United í rúm tvö ár, frá árinu 2016. Hann kunni ekki vel við Shaw og var ansi duglegur að gera lítið úr honum við fjölmiðla.

Shaw hefur á þessu tímabili sannað ágæti sitt og verið einn allra besti leikmaður United, Ole Gunnar Solskjær hefur blásið lífi í vinstri bakvörðinn.

„Það er erfitt fyrir hann að vera á bekknum, ég get ekki borið hann saman við Ashley Young, Darmian eða Blind,“ sagði Mourinho um Shaw þegar hann var stjóri United og Shaw var utan hóps.

Getty Images

Ashley Young, Matteo Darmian og Daley Blind voru allir seldir frá United en Shaw hefur slegið í gegn.

„Ég get ekki borið hann saman við þá, hvernig hann æfir, hvernig hann leggur sig fram í verkefnin, einbeitingin eða metnaðinn. Ég get ekki borið það saman við þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum