fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Zlatan sá rautt í sigri Milan – Parma á leið niður

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 17:58

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan sigraði Parma í leik sem var að ljúka þessu. Milan styrkir þar með stöðu sína í öðru sæti á meðan útlitið er orðið enn svartara fyrir Parma í fallbaráttunni.

Ante Rebic kom gestunum frá Mílanó yfir strax á 8.mínútu leiksins. Franck Kessie gerði stöðuna svo ansi erfiða fyrir Parma með marki rétt fyrir leikhlé.

Eftir klukkutíma leik fékk sjálfur Zlatan Ibrahimovic rautt spjald. Það virtist sem svo að hann hafi fengið það fyrir ljótt orðbragð við dómara leiksins eftir að ákvörðun hafði fallið gegn Milan.

Parma minnkaði muninn stuttu seinna með marki frá Riccardo Gagliolo. Þeir pressuðu svo á tíu leikmenn Milan í lokin en náðu ekki að jafna. Í staðinn skoraði Rafael Leao þriðja mark Milan eftir skyndisókn í blálokin.

Milan er, sem fyrr segir, í öðru sæti Serie A. Þeir eru þó enn 8 stigum á eftir Inter, sem á leik til góða. Sigurinn var samt sem áður mjög mikilvægur í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Parma er aftur á móti í ansi slæmri stöðu í næstneðsta sæti. Það eru 4 stig upp í Torino sem er í síðasta örugga sætinu og á í þokkabót tvo leiki til góða á Parma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Í gær

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Í gær

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo