fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Zlatan sá rautt í sigri Milan – Parma á leið niður

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 17:58

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan sigraði Parma í leik sem var að ljúka þessu. Milan styrkir þar með stöðu sína í öðru sæti á meðan útlitið er orðið enn svartara fyrir Parma í fallbaráttunni.

Ante Rebic kom gestunum frá Mílanó yfir strax á 8.mínútu leiksins. Franck Kessie gerði stöðuna svo ansi erfiða fyrir Parma með marki rétt fyrir leikhlé.

Eftir klukkutíma leik fékk sjálfur Zlatan Ibrahimovic rautt spjald. Það virtist sem svo að hann hafi fengið það fyrir ljótt orðbragð við dómara leiksins eftir að ákvörðun hafði fallið gegn Milan.

Parma minnkaði muninn stuttu seinna með marki frá Riccardo Gagliolo. Þeir pressuðu svo á tíu leikmenn Milan í lokin en náðu ekki að jafna. Í staðinn skoraði Rafael Leao þriðja mark Milan eftir skyndisókn í blálokin.

Milan er, sem fyrr segir, í öðru sæti Serie A. Þeir eru þó enn 8 stigum á eftir Inter, sem á leik til góða. Sigurinn var samt sem áður mjög mikilvægur í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Parma er aftur á móti í ansi slæmri stöðu í næstneðsta sæti. Það eru 4 stig upp í Torino sem er í síðasta örugga sætinu og á í þokkabót tvo leiki til góða á Parma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“