fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Tap í fyrsta leik Þorsteins

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 16:00

Sveindís Jane í leik með íslenska landsliðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið mætti Ítalíu í vinnáttuleik í Flórens í dag. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Ítalía vann á endanum 1-0 sigur eftir fremur jafnan leik.

Það var jafnræði yfir leiknum í byrjun. Hvorugt liðið skapaði hættulegt færi fyrr en seint í fyrri hálfleik þegar Annamaria Serturini slapp inn fyrir vörn Íslands og setti boltann í slánna. Hún ætlaði að vippa boltanum yfir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, sem var að spila sinn annan landsleik fyrir Ísland, en setti boltann aðeins of hátt. Í kjölfarið áttu þær ítölsku góðan kafla en náðu ekki að skora fyrir leikhlé. Staðan 0-0 eftir fyrri 45.

Snemma í seinni hálfleik vildi Elín Metta Jensen fá víti er hún féll innan teigs, ekkert dæmt samt. Stuttu komst Ísland í ágætis færi eftir vel tekna hornspyrnu Alexöndru Jóhannsdóttur en markvörður Ítala gerði vel í að koma boltanum aftur fyrir markið.

Eftir tæpan klukkutíma leik þurfti Cecilía að hafa sig alla við til að verja frá Glionna í liði Ítalíu eftir að sú síðarnefnda hafði sloppið í gegn. Um 10 mínútum síðar kom hún Íslandi aftur til bjargar þegar hún kom vel út á móti Beatrice Merlo sem hafði sloppið inn fyrir vörn Íslands.

Á 72. mínútu komust þær ítölsku þó yfir. Arianna Caruso hafði þá betur gegn Guðrúnu Arnardóttur í teig Íslands áður en hún lék svo á Cecilíu og skoraði.

Ísland fékk tækifæri til að jafna stuttu síðar þegar Karitas Tómasdóttir fékk gott skallafæri. Durante gerði þó vel og varði. Það hefði verið gaman fyrir Karitas að skora í sínum fyrsta landsleik.

Síðasta færi Íslands til að jafna fékk svo Sveindís Jane Jónsdóttir en hún skaut þá yfir. Lokatölur 1-0 fyrir Ítalíu.

 

Byrjunarlið Íslands

Cecilía Rán Rúnarsdóttir; Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir; Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir; Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen, Agla María Albertsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Í gær

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina