fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Chelsea upp í fjórða sætið

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 18:23

Flottur í dag. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Palace tók á móti Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir áttu ekki í neinum vandræðum með Palace og unnu mikilvægan sigur í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Chelsea-liðið var virkilega sannfærandi í fyrri hálfleik. Kai Havertz kom þeim yfir á 8.mínútu og var Christian Pulisic búinn að tvöfalda forystuna tveimur mínútum síðar. Kurt Zouma kom Chelsea svo í 3-0 eftir hálftíma leik.

Forysta gestanna hefði getað verið enn stærri þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Staðan í hálfleik þó 0-3.

Það var aðeins meiri kraftur í heimamönnum eftir hlé. Þeir minnkuðu muninn eftir rúman klukkutíma leik. Þar var að verki Christian Benteke. Hann skoraði með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Jeffrey Schlupp.

Það var þó aldrei útlit fyrir að Palace tæki eitthvað úr þessum leik. Von þeirra um það varð svo endanlega úti þegar Pulisic skoraði sitt annað mark og það fjórða fyrir Chelsea.

Chelsea fékk færi til að bæta við en unnu að lokum þægilegan 1-4 sigur.

Chelsea fer með sigrinum upp fyrir West Ham og í fjórða sæti deildarinnar. Hamrarnir eiga þó eftir að leika í þessari umferð og geta endurheimt sætið með sigri gegn Leicester á morgun.

Palace er í 13.sæti með 38 stig. Þeir hafa að litlu að keppa og sigla hinn fræga ligna sjó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“