fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ný afsökun bættist í bókina hjá Klopp í gær – Þetta eru þær helstu í gegnum tíðina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Liverpool á Estadio Alfredo Di Stéfano í Meistaradeild Evrópu í gær. Madrídingar byrjuðu leikinn töluvert betur, héldu boltanum vel og voru ógnandi við mark andstæðinganna. Þeir komust verðskuldað yfir 1-0 á 27. mínútu þegar Toni Kroos kom með frábæran bolta fram á Vinicius Jr. sem hann kassaði niður og kláraði snyrtilega framhjá Alisson í markinu.

Real tvöfölduðu forystu sína 10 mínútum síðar þegar Trent ætlaði að skalla boltann á Alisson í markinu en Asensio komst inn í sendinguna og kláraði auðveldlega. Liverpool litu aðeins betur út í byrjun seinni hálfleiks og Salah minnkaði muninn strax á 51. mínútu með skoti af stuttu færi eftir flotta sókn.

Á 65. mínútu skoraði Vinícius annað mark sitt í leiknum og kom Real 3-1 yfir eftir að hafa sundurspilað vörn Liverpool. Þar við sat og ljóst er að Liverpool þurfa að vinna upp tveggja marka forystu í seinni leiknum á Anfield.

Leikurinn fór fram á æfingasvæði Real Madrid, engir áhorfendur geta mætt á völlinn og því ákvað félagið að ganga lengra í breytingum á heimavelli sínum, Santiago Bernabeu. Sökum þess leikur félagið á æfingasvæðinu. „Þetta verður flókið verkefni fyrir Real Madrid á Anfield,“ sagði Jurgen Klopp stjóri Liverpool eftir leik.

Afsakanir af þessum toga hafa stundum komið fram hjá Klopp en ekki eru allir að kaupa þessa. „Þetta var furðulegt kvöld því þetta var mjög erfitt með þennan völl. Anfield er alvöru völlur og það verður gott fyrir okkur.“

Fleiri afsakanir sem Klopp hefur skellt fram:

Snjórinn:

Vindurinn:

Þurr völlur:

Aftur var það vindurinn:

Of gott veður:

Sjónvarpsstöðin skemmdi fyrir:

Vindurinn á nýjan leik:

Þurr völlur:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Í gær

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni