fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Arnar vonast til að þetta vandamál fari að leysast

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 17:00

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands segist vera að vinna í því að fá liðið til að skora fleiri mörk. Íslenska liðið hefur ekki skorað í fyrstu tveimur leikjum Arnars í starfi en það vandamál er ekki nýtt. Íslenska liðið hefur átt í vandræðum með að skora frá því síðasta haust. Liðið hefur tapað síðustu sjö leikjum sínum með markatölunni 3-18.

Íslenska liðið heimsækir Liechtenstein á morgun í þriðja leiknum í undankeppni HM. „Þetta er rétt greining. Þetta eru staðreyndir. Ég hef alltaf trúað því að hver og einn fótboltaleikur hefur sitt eigið líf og mörg líf, Það eru möguleikar í hverjum einasta leik,“ sagði Arnar Þór um málið.

Íslenska þjóðin hefur tekið tapið gegn Armeníu mikið inn á sig á sunnudag. „Mín skoðun á leiknum gegn Armeníu hefur ekki breyst að því leytinu til að þetta var lokaður leikur með fá færi. Það voru ákveðin augnablik í leiknum þar sem við hefðum getað gert betur og skapað góð færi. Við fáum nokkur góð færi, horn og innköst sem voru hættuleg og við hefðum getað skorað í leiknum,“ sagði Arnar.

Íslenska liðið hefur æft sóknarleik sinn í dag og vonir standa til um að það beri árangur á morgun. „Þetta er eitt af þeim hlutverkum sem við erum í núna, að stilla þetta af og laga þennan hluta leiksins. Það er ljóst að fjögur mörk í svona mörgum leikjum er ekki nógu gott. Við viljum gera betur. VIð erum að vinna í þessum málum og tökum þetta skref fyrir skref. Í dag vorum við að æfa þennan hluta leiksins. Að búa til pláss og stöður sem geta skilað okkur mörkum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar