fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Aguero yfirgefur Manchester City eftir tímabilið

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 29. mars 2021 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Aguero, markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City, mun yfirgefa félagið að loknu yfirstandandi tímabili. Þetta staðfestir Manchester City með færslu sem birtist í kvöld.

Samingur Aguero við Manchester City rennur út eftir tímabilið og ekki verður skrifað undir nýjan samning við leikmanninn.

Aguero gekk til liðs við Manchester City árið 2011 frá Atletico Madrid. Síðan þá hefur Aguero leikið 384 leiki fyrir félagið og skorað 257 mörk. Aguero hefur unnið fjóra Englandsmeistaratitla með félaginu og vonast til að bæta þeim fimmta við undir lok tímabils. Þá hefur hann orðið enskur bikarmeistari einu sinni.

Félagið tilkynnti einnig að stytta yrði reist af Aguero ásamt styttum af fyrrum leikmönnum félagsins, David Silva og Vincent Kompany.

„Framlag Aguero til Manchester City yfir síðastliðin tíu ár er ótrúlegt. Hann verður fastur punktur í minningum allra þeirra sem elska félagið og jafnvel í minningum þeirra sem elska fótbolta,“ var meðal þess sem Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, lét hafa eftir sér í yfirlýsingu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“