fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Synir þingmannsins saman á stóra sviðinu – „Hann svindlar þangað til hann vinnur“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 11:05

Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland leikur annan leik sinn á EM 2021 í Györ í Ungverjalandi í dag klukkan 13:00 þegar liðið mætir Danmörku. Danir unnur fyrsta leik sinn í riðlinum, 1-0, þegar þeir mættu Frakklandi. Ísland tapaði hins vegar sínum leik 1-4 gegn Rússlandi.

Leikurinn fer fram á Gyirmóti Stadion í Györ eins og aðrir leikir íslenska liðsins á mótinu. Hann hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Liðin mættust einnig í fyrra skiptið sem Ísland komst í lokakeppni EM í þessum aldursflokki. Það var árið 2011 og vann Ísland þá frábæran 3-1 sigur og skoruðu Kolbeinn Sigþórsson, Birkir Bjarnason og Hjörtur Logi Valgarðsson mörk Íslands. Þetta verður í tólfta sinn sem liðin mætast í þessum aldursflokki. Ísland hefur unnið þrjá leiki, síðast árið 2019, fimm endað með jafntefli og Danir unnið þrjá.

Í eldínunni hjá íslenska liðinu verða bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Andersen, Willumssynir en þeir eru synir þingmannsins Willums Þórs.

Willum í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Getty

Willum Þór Þórsson átti farsælan feril í fótboltanum og þá sérstaklega sem þjálfari en synir hans léku alla tíð með Breiðabliki, Willum Þór Willumsson hefur síðustu ár leikið með BATE í Hvíta Rússlandi og á dögunum var Brynjólfur seldur til Kristansund í Noregi.

„Það er gaman að vera með honum í liðinu. Að fá að hitta hann, því við erum ekki mikið saman núna þar sem ég er úti og hann er að fara út líka,“ segir Willum Þór í áhugaverðu innslagi sem Eva Björn Benediktsdóttir, íþróttafréttkona á RÚV var með í Ungverjalandi.

„Maður er náttúrulega ekki búinn að hitta hann í langan tíma, það er alltaf gaman að hitta hann og taka stöðuna,“ samsinnir Brynjólfur.

Helgi Viðar

Þeir bræður eru þó ekki sammála um um allt og stundum fara þeir í taugarnar á hvor öðrum. „Já, það var orðið ansi mikið þegar við vorum alltaf saman heima á Íslandi, vorum á æfingum saman og komum heim saman og í skólanum. Það fór oft ekki vel saman,“ segir Brynjólfur og glottir.

Brynjólfur segir svo að bróðir sinn svindli alltaf. „Hann svindlar þangað til hann vinnur,“ sagði Brynjólfur við RÚV en innslagið má sjá í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina
433Sport
Í gær

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“