fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus í tapi Íslands gegn Armeníu

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 17:52

EPA-EFE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Armenía tók á móti Íslandi í undankeppni HM í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri Armena en leikið var í Armeníu.

Um gríðarlega mikilvægan leik var að ræða fyrir íslenska landsliðið sem byrjaði undankeppnina á 3-0 tapi gegn Þýskalandi.

Hér verður farið yfir það jákvæða og það neikvæða í leik íslenska liðsins.

Plús:

Innkoma Kolbeins í liðið á 55. mínútu blés smá lífi í sóknarleik Íslands.

Mínus:

Klaufalegar og misheppnaðar sendingar voru allt of margar. Hefði getað endað illa eins og á 51. mínútu er hætta skapaðist að marki Íslendinga eftir misheppnaða sendingu Sverris sem Armenar komust inn í.

Gekk illa að binda endahnútinn á sóknir íslenska liðsins með skoti að marki.

Flatir í marki Armena, í stað þess að pressa á markaskorarann falla varnarmenn Íslands til baka. Ekkert tekið af markaskorara Armena, vel klárað hjá honum en varnarleikurinn ekki til útflutnings.

Það sama er hægt að segja í öðru marki Armena, Khoren Bayramyan, markaskorari Armeníu, var óáreittur inn í vítateig Íslands og fékk allt of mikið af plássi til að athafna sig.

Íslenska liðið var alls ekki sannfærandi í leiknum, liðið á erfitt með að skora mörk og varnarleikur liðsins í mörkunum tveimur ekki nægilega góður.

Ísland er strax komið með bakið upp við vegg í undankeppninni og er farið að elta liðin fyrir ofan sig. Engin stig eftir tvær umferðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Í gær

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina
433Sport
Í gær

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“