fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

EM u-21: Batamerki í leik íslenska liðsins en niðurstaðan tap gegn Dönum

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 14:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Danmörk mættust í riðlakeppni EM u-21 árs landsliða í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri Danmerkur. Leikið var í Györ í Ungverjalandi.

Íslensku leikmennirnir vildu koma sér á rétt skrið eftir sannfærandi tap gegn Rússlandi á dögunum en Danir byrjuðu leikinn betur.

Gustav Isaksen kom Dönum yfir með marki strax á 5. mínútu leiksins. Markið kom eftir flott samspil danska liðsins.

Danir voru mun meira með boltann í upphafi leiks og á 19. mínútu skoraði Mads Bech annað mark liðsins eftir klaufagang í íslensku vörninni.

Íslenska liðið vaknaði eftir þetta áfall og greina mátti bættan leik liðsins. Á 39. mínútu var brotið á Ísaki Óla Ólafssyni innan vítateigs Danmerkur og vítaspyrna dæmd.

Sveinn Aron Guðjohnsen tók spyrnuna en brást bogalistin og lét leiðsfélaga sinn hjá OB í Danmörku, Oliver Christensen, verja frá sér.

Íslenska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og átti fínar rispur án þess þó að geta minnkað muninn og leiknum lauk með 2-0 sigri Danmerkur.

Ísland er eftir leikinn stigalaust í neðsta sæti riðilsins eftir tvær umferðir. Liðið hefur skorað 1 mark og fengið á sig 6 mörk.

Hvað tekur við?

Íslenska liðið á eftir að spila einn leik í riðlinum á móti Frakklandi. Sá leikur fer fram þann 31. mars næstkomandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik
433Sport
Í gær

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar
433Sport
Í gær

Loksins klár í að spila 90 mínútur

Loksins klár í að spila 90 mínútur
433Sport
Í gær

Segir það sama og á síðustu leiktíð – Ekki að berjast um titilinn

Segir það sama og á síðustu leiktíð – Ekki að berjast um titilinn
433Sport
Í gær

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“