fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Davíð ósattur með úrslitin en stoltur af leikmönnunum – „Í dag sá ég batamerki hjá okkur“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 15:55

Davíð Snorri Jónasson þjálfar íslenska U21 liðið. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Snorri, landsliðsþjálfari u-21 árs landsliðs Íslands mætti til blaðamannafundar eftir 2-0 tap Íslands gegn Danmörku á EM u-21 árs landsliða í dag. Davíð er svekktur með úrslitin en ánægður með frammistöðu sinna manna.

„Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við áttum að skora mark og galopna leikinn. Það var ákvörðun hjá okkur fyrir leik að leggja áherslu á nokkur atriði sem við vildum laga og við gerðum það heilt yfir í dag.“

Íslenska liðið fékk mark á sig snemma leiks en Davíð er ánægður með hvernig liðið brást við.

„Þetta var erfið byrjun, við vinnum okkur aftur út úr því en. Við fengum móment til að snúa leiknum betur okkur í vil og áttum að skora á Danina í dag. Ég er stoltur af mínu liði fyrst og fremst þótt við séum að sjálfsögðu svekktir með úrslitin. Við skyldum allt eftir á þessum velli.“

Davíð segist klárlega sjá hluti úr leiknum í dag sem voru gerðir betur en í tapinu á móti Rússlandi.

„Það var hluti af þessum Rússa-leik sem var ágætlega gerður og við töluðum um það. Í dag sá ég batamerki hjá okkur í litlum atriðum.“

„Við fórum einbeittari í leikstöðuna 1 á móti 1, það var styttra á milli manna til að taka hjálparvörn. Þegar við sóttum þá fórum við saman upp og þegar að við vörðumst vorum við saman niðri. Í dag gerðum við fleiri hluti saman sem lið.“ sagði Davíð Snorri, landsliðsþjálfari u-21 árs landsliðsins.

Næsti leikur Íslands er þann 31. mars gegn Frakklandi, það er síðasti leikur liðsins í riðlinum. Möguleikar Íslands á að komast áfram úr riðlinum eru litlir, liðið situr í neðsta sæti, stigalaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina
433Sport
Í gær

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“