fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Aron Einar eftir tapið gegn Armeníu: „Vorum ekki að gera þetta sem heild“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 18:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-0 tap Íslands gegn Armeníu. Hann segir að íslenska liðið hafi verið sjálfum sér verst.

„Fyrst og fremst sjálfum okkur verstir. Við áttum ekkert skilið úr þessum leik. Við fórum að gera þetta sem einstaklingar frekar en saman sem lið,“ sagði Aron Einar í viðtali á RÚV eftir leik.

„Það er eins og það hafi komið smá panikk í okkur og fórum að gera hlutina sem einstaklingar frekar en að vera þolinmóðir og þjarma á þá sem lið. Við vorum sjálfum okkur verstir og áttum ekkert skilið.“

Eitt af einkennum íslenska landsliðsins síðustu ár hefur verið baráttan, að vilja vinna meira en önnur lið. Armenar voru yfir í baráttunni í dag.

„Þeir litu út fyrir að vilja vinna þessa fyrstu og seinni bolta. Við þurfum að fara aftur í grunninn, líta inn á við, horfa í spegil og fara aftur í grunnatriðin.“ 

„Það er erfitt að meta þetta strax eftir leik en við vorum ekki að gera þetta sem heild í kvöld. Við getum gert miklu betur, mér fannst þetta bara lélegt í kvöld,“ sagði Aron Einar við RÚV.

Íslenska liðið er stigalaust eftir tvær umferðir í undankeppninni.

„Við erum reiðir við okkur sjálfa að nýta ekki tækifærið og koma þessari undankeppni í gang. Við þurfum að gera það á móti Liechtenstein, þetta er ekkert búið en þetta er blanda af svekkelsi og reiði því við áttum ekkert skilið úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í viðtali við RÚV eftir leik.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Í gær

Loksins klár í að spila 90 mínútur

Loksins klár í að spila 90 mínútur
433Sport
Í gær

Segir að Glasner muni kveðja 2026

Segir að Glasner muni kveðja 2026
433Sport
Í gær

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Í gær

Gerrard til í að hjálpa Liverpool

Gerrard til í að hjálpa Liverpool