fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Arnar boðar breytingar á morgun – Jóhann Berg ætti að byrja leikinn

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. mars 2021 10:06

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur boðað breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM á morgun. Íslenska liðið tapaði 3-0 gegn Þjóðverjum á fimmtudag.

„Ástandið á leikmönnum er bara mjög gott, æfðum í gærmorgun í Þýskalandi og þeir leikmenn sem byrjuðu leikinn á móti Þjóðverjum voru í endurheimt. Þeir sem spiluðu minna eða ekkert fengu góða æfingu, það var langt ferðalag til Armeníu. Mikill tímamismunur sem er það erfiðasta í þessu, við tókum þá ákvörðun í sameiningu við leikmenn að seinka öllu hérna. Svo þeir gætu fengið sína hvíld, það hjálpar til að fá góðan svefn. Ástandið er mjög gott, við sjáum betur á eftir og á æfingu hvort það sé eitthvað hnjask þegar æfingin hefst,“ sagði Arnar Þór á fréttamannafundi í dag.

Rúnar Már Sigurjónsson varð að fara af velli gegn Þýskalandi vegna meiðsla í andliti. „Rúnar Már er mikið betri, fékk högg á augað sem varð til þess að hann sá ekki út um. Það er allt á réttri leið,“ sagði Arnar um ástandið.

Jóhann Berg Guðmundsson kom ekki við sögu gegn Þýskalandi en allt bendir til þess að hann byrji gegn Armeníu á morgun. „Jói æfði 100 prósent með leikmönnum í gær og það var ekkert reaction, hann var í fínu standi. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, leikmenn eru í góðu standi.“

Arnar hefur boðað það að gera breytingar í leiknum á morgun en búast má við að Jóhann Berg Guðmundsson, Albert Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson komi hið minnsta allir inn í byrjunarliðið. „Við munum gera breytingar á milli leikja, það var vitað. Hvað eru margar breytingar? Á milli leikja verða fleiri breytingar ef það væri í venjulegu árferði og bara tveir leikir. Við gerum breytingar.“

„Þegar ég tala um að gera breytingar þá erum við að dreifa álaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu