Ísland hóf leik í undankeppni HM í kvöld með útileik gegn Þýskalandi í Duisburg. Leiknum lauk með 3-0 sigri Þjóðverja.
Eftir leik mátti sjá tölfræði úr leiknum sem sýndi það svart á hvítu hversu mikill munurinn var á spilamennsku þýska liðsins samanborið við íslenska liðið.
Þjóðverjar voru mun meira með boltann í leiknum eins og við mátti búast, rúm 74%, íslenska liðið var með 24%.
Þjóðverjar átti 1053 sendingar í leiknum, af þeim heppnuðust 987 sendingar, rúm 94% sendinga Þjóðverja heppnuðus.Íslenska landsliðið átti 218 sendingar í leiknum, 176 sendingar heppnuðust eða rúm 77%.