fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

United tók 10 milljarða í lán – Hagnaður en skuldir hækka mikið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. mars 2021 17:00

Ed Woodward ,framkvæmdastjóri Manchester United/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur tekið 60 milljóna punda lán til að hjálpa félaginu í gegnum tekjubrestinn vegna kórónuveirunnar. Stuðningsmenn hafa ekki mætt á völlinn í heilt ár.

United hefur aðgang að 200 milljónum punda í gengum lánalínu, félagið nýtt sér 60 milljónir punda af því á seinni hluta síðasta árs.

Félagið birti í gær skýrslu um fjárhagsstöðu félagsins miðað við 31 desember og fer yfir sex mánuðina þar á undan í rekstri.

Félagið telur sig hafa tapað 100 milljónum punda vegna kórónuveirunnar en tekjur á leikdegi lækkuðu um 94,2 prósent á milli ára. Seinni helming ársins 2019 þénaði United 55,2 milljónir punda á leikdegi. Á seinni helmingi ársins 2020 fékk United 3,2 milljónir punda í tekjur á leikdegi.

Tekjur United voru 22 milljónum punda minni í heildina miðað við sama tíma árið á undan, United tókst að brúa bilið með því að vera í Meistaradeildinni og tekjufallið því ekki eins mikið.

Skuldir United jukust 16,4 prósent og skuldar félagið nú 455,5 milljónir punda. Hagnaður United var 33,8 milljónir punda miðað á seinni helmingi ársins 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi Þór kaffærði Blika með mögnuðum leik – Tvö rauð spjöld fóru á lot

Gylfi Þór kaffærði Blika með mögnuðum leik – Tvö rauð spjöld fóru á lot
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina