fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

COVID-19 veiran gæti komið í veg fyrir að bestu leikmenn Íslands verði með

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Algjörlega óvíst er hvort Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson geti spilað landsleik Íslands og Þýskalands síðar í þessum mánuði.

Allir eiga þeir það sameiginlegt að spila á Englandi, knattspyrnumenn sem fara til Þýskalands frá Englandi þurfa að fara í sóttkví til lengri tíma við komuna aftur til Englands. Allt er þetta vegna COVID-19 veirunnar.

Engar slíkar reglur eru í gangi um leikmenn þegar kemur að landsleikjum í Armeníu og Liechtenstein þar sem liðið spilar svo.

„Staðan er þannig í dag að við vit­um ekki einu sinni hvaða leik­menn við get­um fengið,“ sagði Arn­ar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið.

Félög eiga rétt á að banna leikmönnum að fara í landsleiki ef þeir þurfa að far í sóttkví við komuna til baka. Reglurnar er varðar Þýskaland gætu breyst í Bretland.

„Það er kór­ónu­veirufar­ald­ur og það eru mis­mun­andi regl­ur í mis­mun­andi lönd­um. UEFA og knatt­spyrnu­sam­bönd­in náðu mjög vel utan um þetta í síðasta lands­leikja­glugga en það hef­ur ým­is­legt breyst síðan þá, eins og til dæm­is að Bret­land er ekki leng­ur í Evr­ópu­sam­band­inu. Það er óvissa í kring­um það og það er ekki vitað með leik­menn frá Englandi sem dæmi, hvert mega þeir fara og hvað ger­ist þegar þeir koma til baka. Þetta eru alls ekki aðstæður sem maður myndi óska sér,“ bætti Arn­ar við.

LJóst er að það væri gríðarleg blóðtaka fyrir íslenska landsliðið að vera án Gylfa og Jóhanns í fyrsta leiknum gegn Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta borga liðin á Englandi í laun á þessu tímabili – United borgar 12 milljörðum meira en Liverpool

Þetta borga liðin á Englandi í laun á þessu tímabili – United borgar 12 milljörðum meira en Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Adam sagði Halldóri Árna að halda kjafti – Rekinn af velli fyrir það

Adam sagði Halldóri Árna að halda kjafti – Rekinn af velli fyrir það
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gylfi Þór kaffærði Blika með mögnuðum leik – Tvö rauð spjöld fóru á lot

Gylfi Þór kaffærði Blika með mögnuðum leik – Tvö rauð spjöld fóru á lot
433Sport
Í gær

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum
433Sport
Í gær

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino