fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Pirraður Oasis bróðir – „Liverpool eyddi bestu árunum í að komast að toppnum en er búnir að vera“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Noel Gallagher annar af Oasis bræðrunum er ekki mjög hrifinn af umræðunni um það að Liverpool hafi verið besta lið Englands síðustu ár, hann gefur lítið fyrir slíkar fullyrðingar.

Liverpool vann ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð en liðið hefur misst flugið á þessu tímabili, liðið er nú tíu stigum á eftir toppliði Manchester City.

„Það eina sem ég hef heyrt síðustu 48 klukkustundirnar er að Liverpool hafi verið besta lið Englands í fjögur ár, að það kæmi alltaf smá niðursveifla,“ sagði Gallagher.

GettyImages

Gallagher segir að Liverpool hafi aðeins unnið einn bikar á Englandi í gegnum sín bestu ár, það sé ekki svo merkilegt í hans bókum.

„Þeir hljóta þá að hafa unnið fjöldann allan af tittlum á Englandi en ég get bara telið einn. Því er þá haldið fram að City hafi verið næst besta lið Englands síðustu fjögur árin, ég mundi eftir sex titlum þegar ég hætti að telja. Ég nennti ekki að telja meira.“

„Ég veit ekki hvar öll þessi vitleysa verður til. Liverpool eyddi bestu árunum sínum að komast að toppnum en núna eru þeir búnir að vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina