fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Enski Bikarinn: Gylfi leiddi Everton til sigurs gegn Tottenham í framlengdum leik

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 22:52

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton tók á móti Tottenham í 5. umferð enska bikarsins í kvöld. Boðið var upp ótrúlega skemmtun en leikurinn fór í framlengingu og endaði með 5-4 sigri Everton.

Gylfi Þór Sigurðsson, bar fyrirliðabandið í liði Everton og setti heldur betur sitt mark á leikinn með marki og þremur stoðsendingum.

Davinson Sánchez kom Tottenham yfir með fyrsta marki leiksins á 3. mínútu eftir stoðsendingu frá Heung-Min Son.

Þannig stóðu leikar allt þar til að Dominic Calvert Lewin jafnaði leikinn á 36. mínútu eftir stoðsendingu frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Richarlison kom Everton síðan yfir með marki tveimur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Dominic Calvert-Lewin.

Á 43. mínútu var röðin komin að Gylfa Þór sem skoraði þriðja mark Everton úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Dominic Calvert-Lewin innan teigs.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks minnkaði Érik Lamela muninn fyrir Tottenham og stóðu leikar í hálfleik því 3-2 fyrir Everton.

Davinson Sánchez jafnaði leikinn fyrir Tottenham á 57. mínútu áður en að Richarlison kom Everton aftur yfir í leiknum með marki á 69. mínútu eftir stoðsendingu frá Gylfa Þór.

Mörkin hættu ekki að koma því að á 83. mínútu jafnaði Harry Kane leikinn fyrir Tottenham eftir stoðsendingu frá Heung-Min Son. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og staðan orðin 4-4. Það þýddi að grípa þurfti til framlengingar.

Everton reyndist sterkari aðilinn í framlengingunni. Á 97. mínútu skoraði Bernard, fimmta mark Everton eftir hreint út sagt magnaðan undirbúning frá Gylfa Þór Sigurðssyni, þriðja stoðsending Gylfa í leiknum því staðreynd.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem bauð upp á mikla skemmtun. Everton fer áfram í 8-liða úrslit keppninnar með 5-4 sigri á Tottenham sem er úr leik.

Everton 5 – 4 Tottenham (Eftir framlengingu)
0-1 Davinson Sánchez (‘3)
1-1 Dominic Calvert-Lewin (’36)
2-1 Richarlison (’38)
3-1 Gylfi Sigurðsson (’43, víti)
3-2 Érik Lamela (’45+3)
3-3 Davinson Sánchez (’57)
4-3 Richarlison (’69)
4-4 Harry Kane (’83)
5-4 Bernard (’97)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool