fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Formaður dómarasamtaka myrkur í máli vegna hótana – „Einn daginn mun dómari verða drepinn“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 21:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Field, yfirmaður dómarasamtakanna í Englandi, telur að það aðkast og þær hótanir sem knattspyrnudómarar verða fyrir, muni enda með því að dómari muni láta lífið.

Mike Dean, dómari í ensku úrvalsdeildinni hefur fengið það í gegn að dæma ekki í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Dean bað um frí eftir að honum og fjölskyldu hans bárust morðhótanir eftir mistök sem hann gerði í leik Fulham og West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Dean rak Tomas Soucek, miðjumann West Ham af velli fyrir litar sem engar sakir og var rauða spjaldið fellt úr gildi eftir að West Ham áfrýjaði dómnum.

„Mike Dean er fórnarlamb. Hann þarf að líta eftir hagsmunum sínum og fjölskyldu sinnar. Þetta er með öllu ólíðandi (hótanirnar) og einn daginn mun dómari verða drepinn,“ sagði Paul Field, formaður dómarasamtakanna í Englandi.

Field vill fá harðari viðurlög við því að beita dómurum aðkasti og hótunum. Hann segist hafa talað fyrir málinu hjá breskum stjórnvöldum en fyrir daufum eyrum.

„Ég hef varað yfirvöld við þessu, einn daginn munum við eiga samtal eftir að knattspyrnudómari hefur látið lífið,“ sagði Paul Field.

Tomas Soucek, leikmaðurinn sem Mike Dean rak af velli á dögunum hefur fordæmt hótanirnar sem voru sendar Mike Dean og fjölskyldu hans.

„Allar ákvarðanir sem eru teknar inn á vellinum eiga að vera skildar eftir þar. Mér þykir ekki gott að heyra að þær séu að hafa áhrif á einkalíf fólks og ég sendi Mike Dean og fjölskyldu hans stuðningskveðjur. Það er ekkert pláss fyrir aðkast af þessu tagi. Þetta tilheyrir fortíðinni og nú er ég einbeittur á restina af tímabilinu,“ skrifaði Tomas Soucek, leikmaður West Ham á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér