fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Eru meiðsli Paul Pogba góð tíðindi fyrir Manchester United?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba verður frá í nokkrar vikur eftir að hafa meiðst í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þetta staðfesti Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United í samtali við MUTV.

Pogba mun að minnsta kosti missa af leikjum United gegn West Ham í enska bikarnum og báðum leikjum liðsins gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni.

„Þetta eru meiðsli sem hann mun þurfa að taka sér nokkrar vikur í að vera góður af. Hann er byrjaður í endurhæfingu og vinnur náið með læknateymi okkar og við fáum hann aftur á völlinn eins fljótt og við getum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.

Pogba hefur spilað 28 leiki með Manchester United á tímabilinu, skorað þrjú mörk og gefið eina stoðsendingu.

Gengi Manchester United án Pogba er hins vegar miklu betra, liðið hefur unnið alla sjö leikina sem hann hefur ekki tekið þátt í. Enska blaðið The Sun tók saman.

Liðið skorar meira, fær færri mörk á sig og vinnur alla leiki, liðið skýtur oft á markið og heldur betur í boltann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld
433Sport
Í gær

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar